Ferðirnar
| Kringum heiminn |
| Færeyjar og Skotland |
| Suður Bretland |
| Reykjavik - Nordkap |
| Reykjavík - Gíbraltar |
| Route 66 |
| Alaska |
| Los Angeles - Ushuaia |
| 21. ágúst 2008 |
|
|
| Friday, 22 August 2008 | |
|
Dagur 10 Byrjuðum daginn á skoskum morgunverði: morgunkorni, eggjum, beikoni, kryddpylsu, haggisi og ristuðu brauði með tei. Við seinkuðum brottför til kl 11:00 vegna rigningar en það var til lítils því það rigndi meira en minna allan daginn. Við héldum áfram suður vesturströndina og komum ma. við á stað sem heitir applecross, en að norðan liggur þangað þröngur og bugðóttur sjávarvegur en að sunnan hár, brattur og svakalegur fjallvegur Við enduðum eftir um 200 km ferð í bœ sem heitir Lochcarron. Borðuðum frábœra máltíð, hálandasteik með eyjaviskyi í eftirrétt. Hér sannaðist enn einu sinni að oft er það svo að erfiður dagur endar vel. Veðrið lagaðist í kvöld, það stytti upp og við enduðum á óformlegum tónleikum heimafólks sem hittist einusinni í viku á staðarkránni til að spila saman skoska tónlist.
|
| < Fyrri | Nst > |
|---|





