20. maí 2013 |
|
|
Monday, 20 May 2013 |
Erum komnir til Strasbourg þar sem Evrópuþingið er. Hjóluðum góða 500 km í dag þrátt fyrir að taka góðan tíma í að fara yfir Alpana. Ætluðum að fara yfir Gotthardskarðið en það var lokað eins og önnur háfjallaskörð í Ölpunum. Í staðinn fyrir skarðið fórum við því Gotthardgöngin sem eru 17 km löng. Það var mjög sérstök tilfinning að hjóla kappklæddyr í regngalla inn í göngin og finna heitann vindinn mæta manni í göngunum. Þetta var með heitari 17 km í ferðinni. Planið à morgun er að fara upp í àtt að Mosel og Rínardölunum.
Komnir yfir Alpana. Gotthardskarðið í baksýn
|
Last Updated ( Monday, 20 May 2013 )
|
|
19. maí 2013 |
|
|
Monday, 20 May 2013 |
Hjóluðum rétt rúma 500 km í dag. Héldum áfram eftir Miðjarðarafs ströndinni með stefnuna á Monaco. Á leiðinni datt okkur í hug að heilsa upp á stórstjörnurnar í Cannes úr því að við vorum í nágreninu. Við hittum örugglega einhverja fræga þó við höfum kanski ekki þekkt þá en allavega var gaman að hjóla strandveginn innan um flótta bíla og flott fólk. Okkur fanst við samt ekki passa alveg inn í myndina, kappklæddir í hjóla föt á "torfæru" móttorhjólum.
Eftir Cannes fórum við til Monte Carlo og sáum að undirbúningurinn fyrir Formúlu keppnina næstu helgi er langt kominn. Við gátum hjólað hluta brautarinnar, framhjá Casinoinu, S-beygjuna og brekkuna upp að Casinoinu. Þetta verður ofarlega í minningunni eftir ferðina. Eftir góðan tíma í Monaco héldum við áfram í Ítalíu.
Komum við í Cannes til að hitta stórstjörnurnar
Formúla 1 brautin í Monaco var testuð og var í lagi
Tilbúinn fyrir ræsingu í öðru sæti í rásröð
Stutt pása á leiðinni
Á ströndinni við "Míami" hótelið. Léttklæddur í takt við veðrið
Góð máltíð til að loka deginum
|
Last Updated ( Monday, 20 May 2013 )
|
|
18. maí 2013 |
|
|
Sunday, 19 May 2013 |
Kaflaskiptur dagur. Fengum loksins að sjá sæmilega til sólar og finna notalegan hita. Fyrri hluti dagsins til uþb kl 14 var góður og notalegur en upp úr því dró fyrir sólu og fór að blása kröftuglega með töluverðum sviptivindum. Við hjóluðum um 640 km í dag og kláruðum að fara upp miðjarðarhafsströnd Spánar og fórum inn í Frakkland. Á morgun er planið að fara til Monaco og taka út F1 brautarstæðið.
Duttum inn á fund fornbílaklúbbs í Frakklandi
|
Last Updated ( Monday, 20 May 2013 )
|
|
17. maí 2013 |
|
|
Friday, 17 May 2013 |
Erum staddir um 200 km fyrir sunnan Barcelona og búnir tékka inn á 4 stjörnu hótel sem er með sundlaug og ströndin er 50 m frá hótelinu. Við vorum búnir að lofa sjálfum okkur að vera einu sinni dæmigerðir sólar ferðamenn og fara á ströndina og liggja í sólbaði. Þetta er síðasti séns í þessar ferð því á morgun förum við aftur inn í Frakkland. Þetta er allt eins og það á að vera nema það sést lítið til sólar og það er hífandi rok og alveg vonlaust að vera í sólbaði :). Við erum að verða búnir að fara með allri miðjarðarhafs strönd Spánar og höfum ekki en enn fundið aðal útflutnings vöru spánverja, gott veður og sól.
Við hjóluðum um 540 km í dag í svipuðu veðri og síðustu daga.
Skoðuðum Benidorm og komum við á hótelinu í Calpe þar sem við Dista vorum síðasta haust að jafna okkur eftir ævintýrið í Schlesvig. Það mà segja að það sé þáttakandi í leiðangrinum.
Ætlum í átt að Monaco á morgun.
Í annað sinn í Reykjavík - Gíbraltar/Tarífa leiðangrinum, hjá hótelinu Galetamar í Calpe
|
Last Updated ( Friday, 17 May 2013 )
|
|
16. maí 2013 |
|
|
Friday, 17 May 2013 |
Vorum latir í morgun og fórum ekki af stað fyrr en um kl 9:30. Vorum enn í spennufalli eftir að hafa komist á suðurenda ferðarinnar.
Hjóluðum blöndu af hraðbraut og sveitavegum í hefðbundnu blönduðu veðri. Við erum enn að leita að hinni margfrægu sólbaðssól sem miðjarðarhafs strönd Spánar er fræg fyrir. Þegar við komum hingað í náttstað fengum við á tilfinninguna að við værum að koma í draugabæ. Engir bílar á ferð og öll hús lokuð og mannlaus að sjá. Það rættist þó úr og við fundum fólk og gistingu en það er ljóst að við erum á ferð utan háannatíma ferðamennskunnar.
Horfðum á Ísland "vinna" Eurovision og fögnuðum með glasi af góðu Rioja rauðvíni.
Stutt pása til að létta álaginu á afturendanum
Gamall sveitavegur
Sverrir einn í heiminum, engir bílar, ekkert fólk
|
Last Updated ( Friday, 17 May 2013 )
|
|
|
|
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>
|
Results 37 - 45 of 179 |