The Faroe Islands and Scotland
25. Ágúst PDF Print
Tuesday, 26 August 2008
Sváfum merkilega vel á "rúsneska" hótelinu. Hjólin voru í góðu lagi og höfðu verið
látin í friði þótt þau stœðu við aðalgötuna.

Hjóluðum frekar stutt Í dag, innan við 200km. Erum orðin nokkuð lúin og ákváðum að
hafa þetta léttan dag. Fórum frá Fraserburgh nánast beint til Inverness en stoppuðum
stutt þar og héldum áfram til lítils bœjar sem heitir Tain og erum í B&B gistingu í
notalegu heimahúsi.

Veðrið hefur verið nokkuð breytilegt, skýjað en þurrt Í fyrstu, rigning og vindur um
miðjan dag og sól með vindi seinnipartinn.
 
24. ágúst 2008 PDF Print
Sunday, 24 August 2008

Dagur 13

Lögðum af stað um 10.30. Hjóluðum um sveitirnar að Stonehaven. Landið hér að austanverðu er slétt og ekki eins tilkomumiðkið og að vestan. Mikið einsleitt og allt virðist vera grárra, þreyttara og á einhvern hátt leiðinlegra en á vesturströndinni.

Fórum frá Stonehaven, meðfram ströndinni, í gegnum Aberdeen og ferðafélaginn sýndi aðdáunarverða takta í borgarumferðinni. Hér á austur ströndinni er mikið erfiðara að finna gistingu, lítið um B&B. Enduðum að lokum á nokkuð þreyttu hóteli í Fraserburgh, minnir örlítið á nokkrar gistinætur í Rússlandi í fyrra.

Glimrandi gott veður í allan dag, hitinn fór vel yfir 20 stig.

Last Updated ( Sunday, 24 August 2008 )
 
23. ágúst 2008 PDF Print
Sunday, 24 August 2008

Dagur 12

Byrjuðum daginn á skoskum morgunverði. Við morgunverðarborðið uppgötvaðist að vertinn, maður um sextugt, er mikill mótorhjólamaður og hefur ferðast víða á Enduro hjólum, meðal annars á Nýja Sjálandi en aldrei farið í "Stóru ferðina" og öfundaði undirritaðann mikið.

Fórum meðfram Loch Ness vatni að austanverðu, skv. ábendingum vertsins og fórum síðan bráðskemmtilegan heiðarveg, mjóann, brattann, hlykkjóttann yfir til Aviemore. Þar lentum við á mótorhjóla rallýi/samkomu/móti með mörg hundruð ef ekki þúsund mótorhjóla.

Fórum eftir það að fikra okkur í austur átt. Hjóluðum um sveitir, komum við á skíðastöðum og enduðum í litlum bæ sem heitir Alford. Gistum þar á hóteli sem sérhæfir sig í Indverskum mat, enda rekið af Indverskum hjónum.

Veðrið gott, bjart og hiti frá 13-18 gráður, en dálítill vindur

 

Last Updated ( Sunday, 24 August 2008 )
 
22. ágúst 2008 PDF Print
Sunday, 24 August 2008

Dagur 11.

Vöknuðum í nótt við mikil lœti í eldvarnarkerfinu. Einn nágranni okkar var
að reykja inni á herberginu og setti allt af stað. Óþœgileg byrjun á
deginum.

Fórum af stað um 10:30 og hjóluðum yfir á eyjuna Skye í ágœtisveðri,
skýjað en þurt og hiti um 14°, og tókum síðan ferju yfir á  meginlandið
aftur.

Hjóluðum eftir the great glens sem Loch Ness er hluti af.
Komum við í Fort Wiliams og Dista keypti sér myndavél og er því orðin
aðalljósmyndari ferðarinnar.
Fundum gistingu Í afar fallegum litlum bœ sem heitir Fort Augustus.

 
21. ágúst 2008 PDF Print
Friday, 22 August 2008

Dagur 10

Byrjuðum daginn á skoskum morgunverði: morgunkorni, eggjum, beikoni, kryddpylsu, haggisi og ristuðu brauði með tei.

Við seinkuðum brottför til kl 11:00 vegna rigningar en það var til lítils því það rigndi meira en minna allan daginn. Við héldum áfram suður vesturströndina og komum ma. við á stað sem heitir applecross, en að norðan liggur þangað þröngur og bugðóttur sjávarvegur en að sunnan hár, brattur og svakalegur fjallvegur

Við enduðum eftir um 200 km ferð í bœ sem heitir Lochcarron. Borðuðum frábœra máltíð, hálandasteik með eyjaviskyi í eftirrétt. Hér sannaðist enn einu sinni að oft er það svo að erfiður dagur endar vel. Veðrið lagaðist í kvöld, það stytti upp og við enduðum á óformlegum tónleikum heimafólks sem hittist einusinni í viku á staðarkránni til að spila saman skoska tónlist.

 

 
<< Start < Prev 1 2 Next > End >>

Results 1 - 9 of 13