Reykjavík - Gíbraltar
25. maí 2013 PDF Print
Saturday, 25 May 2013
Besti dagur ferðarinnar veðurfarslega. Þegar við komum til Danmerkur komum við loksins í veðrið sem við höfum verið að leita að frá syðsta hluta Evrópu upp með allri miðjarðarhafsströnd Spánar. Það var tekið á móti okkur að hætti hússins og síðasti tappinn var tekinn úr flösku undir morgun eftir stórkostlega grill veislu með "íslensku" mafíunni, Betu og Jóa, Þórsa og Vilborgu, Grími og Evu og öllum þeirra börnum og viðhengjum. Núna í morgunsárið úti á palli í sól og blíðu er verið að undirbúa danska morgunmatinn með öllu tilheyrandi, gammel dansk fyrir þá sem ekki eru að fara að hjóla og kaffi fyrir okkur feðga. 
Okkur líður eins og ferðinni sé lokið þó siglingin og ferðin að austan sé eftir. 

Beta og Jói, takk fyrir okkur. 
 
Image
Dásamlegt sólarlag í Álaborg 
Last Updated ( Saturday, 25 May 2013 )
 
23. maí 2013 PDF Print
Thursday, 23 May 2013
Erum komnir til Schleswig og gistum á Ruhekrug þar sem ég gisti fyrstu næturnar í fyrra þegar Dista var á sjúkrahúsinu hérna. Það er passandi að síðasta nóttin fyrir sunnan Danmörku sé þar sem sú fyrsta var í fyrrihluta leiðangursins Reykjavík- Gíbraltar/Tarifa. 
Þetta var léttur og skemmtilegur dagur, rúmir 400 km. Við hjóluðum fyrstu 300 km á hraðbrautum en síðustu rúma 100 eftir bráðskemtilegum sveitavegum. Hittum frábæra gamla konu sem var að afgreiða í "búðinni" í pínu litlu þorpi. Það kjaftaði á henni hver tuska og eftir skemmtilegt samtal, þar sem ég náði að segja ja og aha inni á milli, kom hún hlaupandi út til okkar með tvo kaffibollahanda okkur.
Veðrið hefur verið ágætt í dag, sama og engin rigning og vegirnir þurrir. Veðrið hér í Schleswig er með því besta í allri ferðinni, hálfskýjað og hitinn vel yfir 10 gráður. Þýskaland á norðurleið er að verða besti hluti ferðarinnar. 
Á morgun er stefnan á Álaborg. Okkur er bæði boðið í veislu og gisting hjá Betu og Jóa annað kvöld. 
 
Image
Sú gamla í búðinni og ég með kaffibollann
 
Image
Sverrir og hjólin fyrir utan spítalann í Schleswig
 
Image
Að lokinni góðri Jagerschnitzel máltíð á Ruhekrug, Schleswig
Last Updated ( Friday, 24 May 2013 )
 
22. maí 2013 PDF Print
Thursday, 23 May 2013
Ágætur dagur að kvöldi kominn. Fórum frá gististaðnum í Moseldalnum í skýjuðu og frekar köldu veðri eftir að hafa smurt og yfirfarið keðjuna hjá Sverri. Héldum áfram norður Moseldalinn og þaðan yfir í Rínardalinn eftir stórskemtilegum heiðavegi með brekkum og mjög kröppum beygjum. Héldum áfram til ármóta Mosel og Rínar í Koblens. 
Þar var veðrið orðið mun leiðinlegra, hitinn um 7 gráður farið að rigna. Hjóluðum um 150 km eftir skemtilegum sveitavegum en gáfumst þá upp á veðrinu og færðum okkur yfir á hraðbrautir til að hála inn kílómetrum. Enduðum á þessu líka fína sveitshóteli og sáum, ótrúlegt en satt, til sólar eftir að hafa fengið okkur snitzel og bjór. Hringdum í tengdamömmu og sungin afmælissönginn fyrir hana eins og við gerðum fyrir pabba í gær. 
Ætlum til Schleswig á morgun. 
 
Image
Á leið frá Mosel yfir að Rín
 
Image 
Á ármótum Mosel og Rínar við Koblens
 
21. maí 2013 PDF Print
Tuesday, 21 May 2013
Þegar við vöknuðum í morgun leit dagurinn út fyrir að verða bæði blautur og erfiður. Það var rigning og rok að hefðbundnum íslenskum hætti. Við klæddum okkur samkvæmt því og stefndum á að fara til Trier í Þýskalandi og áfram þaðan norður Moseldalinn. Þegar við komum kaldir og hraktir til Trier birtist sýnishorn af sólinni og við þurftum að minnka fötin um eins peysu. Eftir að hafa heimsótt verslanir sem selja búnað fyrir mótorhjólafólk, ma. hina frægu Heine-Gericke búð, hèldum við norður Moseldalinn í átt að Koblens, þar sem Rín og Misel mætast. Það merkilega gerðist er að eftir því sem norðar dróg þurftum við að halda áfram að fækka peysum. 
Þegar við komum til bæjarins Bernkastel mundi ég eftir að hafa verið á þessum slóðum áður. Við vorum hér á ferð ég og Dista og pabbi og mamma fyrir nokkrum árum á leigu Harley hjólum. Mér tókst að finna frábæra leið yfir hæðirnar sem við fórum í fyrri ferðinni og fékk staðfestingu á hversu skemmtilegt landslagið er. 
Allt í allt er þetta með skemtilegustu dögum ferðarinnar og minnir á að hæðir, brekkur og beygjur eru það sem gerir ferðalög à mótorhjólum skemtileg, ekki hraðbrautir. 
 
Image
Eftir fámennið í matnum á Ítalíu yfir í nútímann í Salsburg
 
Image
Komnir til Mosel í Þýskalandi
 
Image
Ekki margir ferðamenn í Mosel, þekkt í ferðinni
 
Image 
Viener schnitsel mit halb troken whisevine + zwei flaschen troken vine
 
20. maí 2013 PDF Print
Monday, 20 May 2013

Erum komnir til Strasbourg þar sem Evrópuþingið er. Hjóluðum góða 500 km í dag þrátt fyrir að taka góðan tíma í að fara yfir Alpana. Ætluðum að fara yfir Gotthardskarðið en það var lokað eins og önnur háfjallaskörð í Ölpunum. Í staðinn fyrir skarðið fórum við því Gotthardgöngin sem eru 17 km löng. Það var mjög sérstök tilfinning að hjóla kappklæddyr í regngalla inn í göngin og finna heitann vindinn mæta manni í göngunum. Þetta var með heitari 17 km í ferðinni. Planið à morgun er að fara upp í àtt að Mosel og Rínardölunum. 

Image
Komnir yfir Alpana. Gotthardskarðið í baksýn 

Last Updated ( Monday, 20 May 2013 )
 
<< Start < Prev 1 2 Next > End >>

Results 1 - 9 of 18