Reykjavík - Gíbraltar
25. maí 2013 PDF Print
Saturday, 25 May 2013
Besti dagur ferðarinnar veðurfarslega. Þegar við komum til Danmerkur komum við loksins í veðrið sem við höfum verið að leita að frá syðsta hluta Evrópu upp með allri miðjarðarhafsströnd Spánar. Það var tekið á móti okkur að hætti hússins og síðasti tappinn var tekinn úr flösku undir morgun eftir stórkostlega grill veislu með "íslensku" mafíunni, Betu og Jóa, Þórsa og Vilborgu, Grími og Evu og öllum þeirra börnum og viðhengjum. Núna í morgunsárið úti á palli í sól og blíðu er verið að undirbúa danska morgunmatinn með öllu tilheyrandi, gammel dansk fyrir þá sem ekki eru að fara að hjóla og kaffi fyrir okkur feðga. 
Okkur líður eins og ferðinni sé lokið þó siglingin og ferðin að austan sé eftir. 

Beta og Jói, takk fyrir okkur. 
 
Image
Dásamlegt sólarlag í Álaborg 
Last Updated ( Saturday, 25 May 2013 )
 
23. maí 2013 PDF Print
Thursday, 23 May 2013
Erum komnir til Schleswig og gistum á Ruhekrug þar sem ég gisti fyrstu næturnar í fyrra þegar Dista var á sjúkrahúsinu hérna. Það er passandi að síðasta nóttin fyrir sunnan Danmörku sé þar sem sú fyrsta var í fyrrihluta leiðangursins Reykjavík- Gíbraltar/Tarifa. 
Þetta var léttur og skemmtilegur dagur, rúmir 400 km. Við hjóluðum fyrstu 300 km á hraðbrautum en síðustu rúma 100 eftir bráðskemtilegum sveitavegum. Hittum frábæra gamla konu sem var að afgreiða í "búðinni" í pínu litlu þorpi. Það kjaftaði á henni hver tuska og eftir skemmtilegt samtal, þar sem ég náði að segja ja og aha inni á milli, kom hún hlaupandi út til okkar með tvo kaffibollahanda okkur.
Veðrið hefur verið ágætt í dag, sama og engin rigning og vegirnir þurrir. Veðrið hér í Schleswig er með því besta í allri ferðinni, hálfskýjað og hitinn vel yfir 10 gráður. Þýskaland á norðurleið er að verða besti hluti ferðarinnar. 
Á morgun er stefnan á Álaborg. Okkur er bæði boðið í veislu og gisting hjá Betu og Jóa annað kvöld. 
 
Image
Sú gamla í búðinni og ég með kaffibollann
 
Image
Sverrir og hjólin fyrir utan spítalann í Schleswig
 
Image
Að lokinni góðri Jagerschnitzel máltíð á Ruhekrug, Schleswig
Last Updated ( Friday, 24 May 2013 )
 
22. maí 2013 PDF Print
Thursday, 23 May 2013
Ágætur dagur að kvöldi kominn. Fórum frá gististaðnum í Moseldalnum í skýjuðu og frekar köldu veðri eftir að hafa smurt og yfirfarið keðjuna hjá Sverri. Héldum áfram norður Moseldalinn og þaðan yfir í Rínardalinn eftir stórskemtilegum heiðavegi með brekkum og mjög kröppum beygjum. Héldum áfram til ármóta Mosel og Rínar í Koblens. 
Þar var veðrið orðið mun leiðinlegra, hitinn um 7 gráður farið að rigna. Hjóluðum um 150 km eftir skemtilegum sveitavegum en gáfumst þá upp á veðrinu og færðum okkur yfir á hraðbrautir til að hála inn kílómetrum. Enduðum á þessu líka fína sveitshóteli og sáum, ótrúlegt en satt, til sólar eftir að hafa fengið okkur snitzel og bjór. Hringdum í tengdamömmu og sungin afmælissönginn fyrir hana eins og við gerðum fyrir pabba í gær. 
Ætlum til Schleswig á morgun. 
 
Image
Á leið frá Mosel yfir að Rín
 
Image 
Á ármótum Mosel og Rínar við Koblens
 
21. maí 2013 PDF Print
Tuesday, 21 May 2013
Þegar við vöknuðum í morgun leit dagurinn út fyrir að verða bæði blautur og erfiður. Það var rigning og rok að hefðbundnum íslenskum hætti. Við klæddum okkur samkvæmt því og stefndum á að fara til Trier í Þýskalandi og áfram þaðan norður Moseldalinn. Þegar við komum kaldir og hraktir til Trier birtist sýnishorn af sólinni og við þurftum að minnka fötin um eins peysu. Eftir að hafa heimsótt verslanir sem selja búnað fyrir mótorhjólafólk, ma. hina frægu Heine-Gericke búð, hèldum við norður Moseldalinn í átt að Koblens, þar sem Rín og Misel mætast. Það merkilega gerðist er að eftir því sem norðar dróg þurftum við að halda áfram að fækka peysum. 
Þegar við komum til bæjarins Bernkastel mundi ég eftir að hafa verið á þessum slóðum áður. Við vorum hér á ferð ég og Dista og pabbi og mamma fyrir nokkrum árum á leigu Harley hjólum. Mér tókst að finna frábæra leið yfir hæðirnar sem við fórum í fyrri ferðinni og fékk staðfestingu á hversu skemmtilegt landslagið er. 
Allt í allt er þetta með skemtilegustu dögum ferðarinnar og minnir á að hæðir, brekkur og beygjur eru það sem gerir ferðalög à mótorhjólum skemtileg, ekki hraðbrautir. 
 
Image
Eftir fámennið í matnum á Ítalíu yfir í nútímann í Salsburg
 
Image
Komnir til Mosel í Þýskalandi
 
Image
Ekki margir ferðamenn í Mosel, þekkt í ferðinni
 
Image 
Viener schnitsel mit halb troken whisevine + zwei flaschen troken vine
 
20. maí 2013 PDF Print
Monday, 20 May 2013

Erum komnir til Strasbourg þar sem Evrópuþingið er. Hjóluðum góða 500 km í dag þrátt fyrir að taka góðan tíma í að fara yfir Alpana. Ætluðum að fara yfir Gotthardskarðið en það var lokað eins og önnur háfjallaskörð í Ölpunum. Í staðinn fyrir skarðið fórum við því Gotthardgöngin sem eru 17 km löng. Það var mjög sérstök tilfinning að hjóla kappklæddyr í regngalla inn í göngin og finna heitann vindinn mæta manni í göngunum. Þetta var með heitari 17 km í ferðinni. Planið à morgun er að fara upp í àtt að Mosel og Rínardölunum. 

Image
Komnir yfir Alpana. Gotthardskarðið í baksýn 

Last Updated ( Monday, 20 May 2013 )
 
19. maí 2013 PDF Print
Monday, 20 May 2013

Hjóluðum rétt rúma 500 km í dag. Héldum áfram eftir Miðjarðarafs ströndinni með stefnuna á Monaco. Á leiðinni datt okkur í hug að heilsa upp á stórstjörnurnar í Cannes úr því að við vorum í nágreninu. Við hittum örugglega einhverja fræga þó við höfum kanski ekki þekkt þá en allavega var gaman að hjóla strandveginn innan um flótta bíla og flott fólk. Okkur fanst við samt ekki passa alveg inn í myndina, kappklæddir í hjóla föt á "torfæru" móttorhjólum. 

Eftir Cannes fórum við til Monte Carlo og sáum að undirbúningurinn fyrir Formúlu keppnina næstu helgi er langt kominn. Við gátum hjólað hluta brautarinnar, framhjá Casinoinu, S-beygjuna og brekkuna upp að Casinoinu. Þetta verður ofarlega í minningunni eftir ferðina. Eftir góðan tíma í Monaco héldum við áfram í Ítalíu.  

Image
Komum við í Cannes til að hitta stórstjörnurnar

Image
Formúla 1 brautin í Monaco var testuð og var í lagi

Image 
Tilbúinn fyrir ræsingu í öðru sæti í rásröð

Image 
Stutt pása á leiðinni 

Image
Á ströndinni við "Míami" hótelið. Léttklæddur í takt við veðrið

Image
Góð máltíð til að loka deginum

Last Updated ( Monday, 20 May 2013 )
 
18. maí 2013 PDF Print
Sunday, 19 May 2013

Kaflaskiptur dagur. Fengum loksins að sjá sæmilega til sólar og finna notalegan hita. Fyrri hluti dagsins til uþb kl 14 var góður og notalegur en upp úr því dró fyrir sólu og fór að blása kröftuglega með töluverðum sviptivindum. Við hjóluðum um 640 km í dag og kláruðum að fara upp miðjarðarhafsströnd Spánar og fórum inn í Frakkland. Á morgun er planið að fara til Monaco og taka út F1 brautarstæðið. 

Image
Duttum inn á fund fornbílaklúbbs í Frakklandi

Last Updated ( Monday, 20 May 2013 )
 
17. maí 2013 PDF Print
Friday, 17 May 2013
Erum staddir um 200 km fyrir sunnan Barcelona og búnir tékka inn á 4 stjörnu hótel sem er með sundlaug og ströndin er 50 m frá hótelinu. Við vorum búnir að lofa sjálfum okkur að vera einu sinni dæmigerðir sólar ferðamenn og fara á ströndina og liggja í sólbaði. Þetta er síðasti séns í þessar ferð því á morgun förum við aftur inn í Frakkland. Þetta er allt eins og það á að vera nema það sést lítið til sólar og það er hífandi rok og alveg vonlaust að vera í sólbaði :). Við erum að verða búnir að fara með allri miðjarðarhafs strönd Spánar og höfum ekki en enn fundið aðal útflutnings vöru spánverja, gott veður og sól. 
Við hjóluðum um 540 km í dag í svipuðu veðri og síðustu daga. 
Skoðuðum Benidorm og komum við á hótelinu í Calpe þar sem við Dista vorum síðasta haust að jafna okkur eftir ævintýrið í Schlesvig. Það mà segja að það sé þáttakandi í leiðangrinum. 
Ætlum í átt að Monaco á morgun. 
 
Image
Í annað sinn í Reykjavík - Gíbraltar/Tarífa leiðangrinum, hjá hótelinu Galetamar í Calpe 
Last Updated ( Friday, 17 May 2013 )
 
16. maí 2013 PDF Print
Friday, 17 May 2013
Vorum latir í morgun og fórum ekki af stað fyrr en um kl 9:30. Vorum enn í spennufalli eftir að hafa komist á suðurenda ferðarinnar. 
Hjóluðum blöndu af hraðbraut og sveitavegum í hefðbundnu blönduðu veðri. Við erum enn að leita að hinni margfrægu sólbaðssól sem miðjarðarhafs strönd Spánar er fræg fyrir. Þegar við komum hingað í náttstað fengum við á tilfinninguna að við værum að koma í draugabæ. Engir bílar á ferð og öll hús lokuð og mannlaus að sjá. Það rættist þó úr og við fundum fólk og gistingu en það er ljóst að við erum á ferð utan háannatíma ferðamennskunnar. 
Horfðum á Ísland "vinna" Eurovision og fögnuðum með glasi af góðu Rioja rauðvíni. 
 
Image
Stutt pása til að létta álaginu á afturendanum
 
Image
Gamall sveitavegur
 
Image 
Sverrir einn í heiminum, engir bílar, ekkert fólk
Last Updated ( Friday, 17 May 2013 )
 
15. maí 2013 PDF Print
Wednesday, 15 May 2013
Fimmti hjóladagur í Evrópu kominn á enda. Lögðum af stað um kl 7:30 og vorum á ferðinni til kl 18:00. Héldum áfram suður hásléttuna í hefðbundnu veðri, skýjað með lítilsháttar rigningu, sólskini og roki. 
Þegar við komum niður af hásléttunni tókum við stefnuna á Gíbraltar og vorum komnir þangað um kl tvö. Fórum inn í breska heimsveldið og skoðuðum allt svæðið. Fórum hringinn í kringum klettinn og hjóluðum líka eftir göngum sem liggja inni í klettinum. Þetta var einn af hápunktum ferðarinnar hingað til. Eftir Gíbraltar voru hjólaðir síðustu 50 km til Tarifa. 
Tilfinnigin sem helltust yfir okkur þegar þangað kom er bara lík þeirri sem var þegar við komum til Nordkapp, alveg tvístök. Við vorum komnir á syðsta odda Evrópu á mótorhjólunum sem við lögðum af stað að heiman frá okkur. 
Eftir Tarifa skildu leiðir og Jóhannes "járnrass" lagði af stað beint til Álaborgar en þangað ætlar hann að vera kominn á laugardagskvöld. Við Sverrir fundum hótel í um 50 km fjarlægð frá Tarifa og erum að slappa af í fyrsta sinn frá því á laugardaginn. 
Við ætlum að sofa út á morgun og færa okkur eitthvað austur með strönd miðjarðarhafsins. 
 
Image
Feðgar í heimsókn í breska heimsveldinu Gíbraltar
 
Image
Komnir á syðsta odda Evrópu með Afríku í baksýn
 
Image
Ferðafélagarnir komnir á áfangastað
 
Image 
Sjáið, búinn að fara á bæði nyrsta og syðsta. 
Last Updated ( Wednesday, 15 May 2013 )
 
14. maí 2013 PDF Print
Tuesday, 14 May 2013
Erum komnir til lítils bæjar rúma 100 km fyrir sunnan Madrid. Við eigum eftir um 520 km til Tarifa og reiknum með að ná þangað upp úr hádeginu á morgun. Við byrjuðum um kl sjö í morgun í skýjunum ágætis veðri. Fljótlega eftir að við komum inn í Spán brást á með sól og hita og landslagið breyttist til hins betra, með fjöllum og góðu útsýni eftir að við komum upp á hásléttuna. Sléttan er í um 600 m hæð en við fórum hæst í 1500 m. 
Það gekk á ýmsu í dag, keðjan fór af hjólinu hjá Sverri á fullri ferð á hraðbraut og þurfti tilfæringar til að ná henni og setja á hjólið aftur. Þetta tókst allt ma. með góðri hjálp vegalögreglunnar. 
Við lentum í skýfalli, hagléli, þrumum og eldingum með tilheyrandi stórflóði á hraðbrautinni rétt utan við Madrid en komumst heilir en hundblautir út úr því.
Allt í allt spennandi og góður dagur, líklega sá besti hingað til. 
 
Image
Fyrstu sólargeislarnir í ferðinni birtust á Spáni
 
Image 
Verið að gera við keðjuna á DR Big í skurði við hliðina á hraðbrautinni
Last Updated ( Tuesday, 14 May 2013 )
 
13. maí 2013 PDF Print
Tuesday, 14 May 2013

Erum komnir til Biarrits, borgarinnar þar sem Jói býr með annan fótinn þessa dagana. Dagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt með rigningarsudda og köldu veðri. Við lögðum af stað kl 07:00 og komum hingað til Biarrits um kl 20:30, þetta var því annar langur dagur. Við hjóluðum tæpa 900 km í dag. Þegar við komum suður undir borgina Bordau létti til og okkur líður eins og sumarið hafi birst um stundar sakir. Við ætlum að fara eins langt og við getum í átt að Tarifa á morgun en það eru um 1200 km þangað.

Image
Á tapasbar í Biarrits, heimabæ Jóa. 

Last Updated ( Tuesday, 14 May 2013 )
 
12. maí 2013 PDF Print
Sunday, 12 May 2013
Jæja, langur dagur að kveldi kominn. Við hjóluðum á níunda hundrað kílómetra í dag og vorum á ferðinni í næstum 13 tíma. Komum við hjá Erik Vogt framleiðanda Track diesel hjólsins í Valkenburg í Hollandi. Erik yfirfór hjólið mitt og útskrifaði það með ágætis einkunn. 
Veðrið hélt áfram að vera með sýnishorn af sólskini og blíðu annarsvegar og roki og rigningu hinsvegar. Ætlum til Biarrits, þar sem Jói hefur aðsetur, á morgun og gista heima hjá honum. 
 
Image
Dæmigert stopp í ferðinni. Bensínstöðvarnar allar eins nema fjögur mismunandi tungumál í dag.
 
Image
Ég og Erik Vogt Travk "pabbi" á verkstæðinu hans í Valkenburg
 
Image 
Frábær "frönsk" máltíð á ameríska staðnum Buffalo Grill, með "Frakkanum" í hópnum 
Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
 
11. maí 2013 - 2. færsla PDF Print
Saturday, 11 May 2013

Erum komnir til Bremen. Hjóluðum á sjöunda hundrað km í dag. Veðrið var rysjótt, sól, rigning og rok skiptust á á leiðinni. Förum til Valkenburg í Hollandi á morgun og hittum Erik Vegt sem smíðaði diesel hjólið mitt.  Reiknum með að gista einhversstaðar í norður Fraklandi á morgun.

Image
Staðurinn þar sem ferðin endaði í fyrra. 

Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
 
11. maí 2013 PDF Print
Saturday, 11 May 2013

Erum að koma til Hirtshals eftir rólega siglingu yfir hafið. Tökum stefnuna á Álaborg til að sækja Jóa og höldum síðan suður á bóginn.

Image
Einar og Jói tilbúnir í ferðina

Image 
Kapparnir þrír að leggja af stað

Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
 
9. maí 2013 PDF Print
Thursday, 09 May 2013

Erum komnir til Þórshafnar í Færeyjum. Veðrið er dæmigert Færeyjaveður, rigningarsuddi og hiti um 8 gráður. Þetta er að verða gamalkunnugt, ég er hér í fimmtu ferðinni með Norrænu. Heyrði í Jóa Páls áðan og hann bíður spenntur eftir okkur í Álaborg. Förum héðan kl 9 í kvöld og komum til Hirtshals um kl 10 á laugardaginn.

Image
Í gamla bænum í Þórshöfn

Image
Sverrir í Sverrisgötu

Image 
Deja vú, alveg eins og í fyrra nema með annan ferðafélaga.

Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
 
8. maí 2013 PDF Print
Wednesday, 08 May 2013

Mikilvægum áfanga lokið. Eftir miklar vangaveltur og pínu litlar áhyggjur af færðinni yfir Fagradal og Fjarðarheiði erum við komnir á Seyðisfjörð. Lögðum af stað frá Hólmi um kl 6:30 í ágætis bjartviðri en hitinn var um 2 gráður. Leiðin var greiðfær og laus við hálku og snjó. Förum héðan kl 20 í kvöld og komum væntanlega til Hirtshals um kl 10 á laugardags morgun.

Image
Almannaskarð

Image
Fjarðarheiði opin í fyrsta skipti fyrir mótorhjól þetta árið

Image 
Beðið eftir ferjunni. Sverrir klár í ferðina.

Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
 
7. maí 2013 PDF Print
Tuesday, 07 May 2013
Jæja þá er ég lagður af stað aftur á leið til syðsta odda meginlands Evrópu. Við erum tveir feðgarnir ég og Sverrir Fannar. Fyrsta áfanga er lokið og við komnir í náttstað, Hólm á Mýrum á austurlandi. Ferða veðrið er mjög breytilegt, við höfum fengið sól rigningu og haglél og hitastig frá 2 til 8 gráða.
Á morgun förum við til Seyðisfjarðar og um borð í Norrænu.
Image
Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )