Around the world
August 10th 2007 - Keflavik - Reykjavik - MotorMax PDF Print
Tuesday, 14 August 2007

The travelers arrived at 06.55am in Keflavik and were joined with their families, friends and the media. Hrafnhildur Halldórsdóttir from Radio 2 in Iceland interviewed the two brothers, Dossi (their dad) as well as their wives.

This wasn't quite the end of the journey as they still had to go from the airport to Reykjavik and MotorMax where they took off from some 3 months ago. About 30 motorcyclist joined them on the last leg of the trip and it was fun to see the row of motorcycles snake along the road.

When they arrived the celebration began as the owners of MotorMax as well as a large group of people had gathered there to welcome them home. A large cake had been baked and a map of the world, marked with their approximate route, put on it.

Around the world, Nothern hemisphere, has now ended. It took them a total of 95 days from start to finish. Congratulations!

Last Updated ( Wednesday, 15 August 2007 )
 
9. ágúst - New York PDF Print
Thursday, 09 August 2007

Þá er það síðasti dagurinn í New York.

Eins og venja er þá þarf að tékka út af hótelum fyrir klukkan 12. Þegar heyrðist frá þeim voru þeir að klára að pakka niður og svo var bið þangað til farið var út á flugvöll.

Flugið er  klukkan hálf níu í kvöld.

Allir heima eru orðnir spenntir að hitta hringfarana sína. 

 
8. ágúst - New York PDF Print
Thursday, 09 August 2007

Og enn einn dagurinn í New York. Í morgun gerði úrhelli þannig að umferð bæði bíla og lesta fór úr skorðum. En svo stytti upp og þá komst allt í samt lag aftur.

Einar skemmti sér mjög vel á Greese í gær, sat á þriðja fremsta bekk og naut sýningarinnar vel, enda frábær tónlist og góðir söngvarar.

Í kvöld ætla þau öll að borða saman en Dossi og Ella eiga brúðkaupsafmæli í dag. Innilega til hamingju!

Svo á morgun er flugið heim, og á að fara í loftið um klukkan 21.00 annað kvöld.

 

 
7. ágúst - New York PDF Print
Wednesday, 08 August 2007

Í dag hefur líðanin verið hálf skrítin. Hjólin farin í fraktina og þeir bara að bíða eftir að komast heim.

New York er skemmtileg borg og margt að skoða og auðvitað þarf líka að kíkja í einstaka verslun eins og

tilheyrir. Það er hitabylgja þarna núna og fer hitinn í um 35° C á daginn.

Einar skellti sér á Greese í kvöld á Broadway.

 

 
6. ágúst - New York PDF Print
Monday, 06 August 2007

Loksins, loksins komnir til New York. Hjóluðu á Manhattan áður en þeir skiluðu hjólunum í flugið.

Komnir á hótel, og þá tekur við bið þangað til á fimmtudag þegar þeir fara í flugið heim til Íslands.

Skrítin tilfinning að geta ekki hjólað meira í USA og bara eftir að hjóla frá Keflavík og til Reykjavíkur.

En frábært hvað þetta gekk allt saman vel og það verður gaman að taka á móti þeim í Keflavík á

föstudagsmorgun.  

 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Results 1 - 9 of 95