23. maí 2013
Thursday, 23 May 2013
Erum komnir til Schleswig og gistum á Ruhekrug þar sem ég gisti fyrstu næturnar í fyrra þegar Dista var á sjúkrahúsinu hérna. Það er passandi að síðasta nóttin fyrir sunnan Danmörku sé þar sem sú fyrsta var í fyrrihluta leiðangursins Reykjavík- Gíbraltar/Tarifa. 
Þetta var léttur og skemmtilegur dagur, rúmir 400 km. Við hjóluðum fyrstu 300 km á hraðbrautum en síðustu rúma 100 eftir bráðskemtilegum sveitavegum. Hittum frábæra gamla konu sem var að afgreiða í "búðinni" í pínu litlu þorpi. Það kjaftaði á henni hver tuska og eftir skemmtilegt samtal, þar sem ég náði að segja ja og aha inni á milli, kom hún hlaupandi út til okkar með tvo kaffibollahanda okkur.
Veðrið hefur verið ágætt í dag, sama og engin rigning og vegirnir þurrir. Veðrið hér í Schleswig er með því besta í allri ferðinni, hálfskýjað og hitinn vel yfir 10 gráður. Þýskaland á norðurleið er að verða besti hluti ferðarinnar. 
Á morgun er stefnan á Álaborg. Okkur er bæði boðið í veislu og gisting hjá Betu og Jóa annað kvöld. 
 
Image
Sú gamla í búðinni og ég með kaffibollann
 
Image
Sverrir og hjólin fyrir utan spítalann í Schleswig
 
Image
Að lokinni góðri Jagerschnitzel máltíð á Ruhekrug, Schleswig
Last Updated ( Friday, 24 May 2013 )