21. maí 2013
Tuesday, 21 May 2013
Þegar við vöknuðum í morgun leit dagurinn út fyrir að verða bæði blautur og erfiður. Það var rigning og rok að hefðbundnum íslenskum hætti. Við klæddum okkur samkvæmt því og stefndum á að fara til Trier í Þýskalandi og áfram þaðan norður Moseldalinn. Þegar við komum kaldir og hraktir til Trier birtist sýnishorn af sólinni og við þurftum að minnka fötin um eins peysu. Eftir að hafa heimsótt verslanir sem selja búnað fyrir mótorhjólafólk, ma. hina frægu Heine-Gericke búð, hèldum við norður Moseldalinn í átt að Koblens, þar sem Rín og Misel mætast. Það merkilega gerðist er að eftir því sem norðar dróg þurftum við að halda áfram að fækka peysum. 
Þegar við komum til bæjarins Bernkastel mundi ég eftir að hafa verið á þessum slóðum áður. Við vorum hér á ferð ég og Dista og pabbi og mamma fyrir nokkrum árum á leigu Harley hjólum. Mér tókst að finna frábæra leið yfir hæðirnar sem við fórum í fyrri ferðinni og fékk staðfestingu á hversu skemmtilegt landslagið er. 
Allt í allt er þetta með skemtilegustu dögum ferðarinnar og minnir á að hæðir, brekkur og beygjur eru það sem gerir ferðalög à mótorhjólum skemtileg, ekki hraðbrautir. 
 
Image
Eftir fámennið í matnum á Ítalíu yfir í nútímann í Salsburg
 
Image
Komnir til Mosel í Þýskalandi
 
Image
Ekki margir ferðamenn í Mosel, þekkt í ferðinni
 
Image 
Viener schnitsel mit halb troken whisevine + zwei flaschen troken vine