15. maí 2013
Wednesday, 15 May 2013
Fimmti hjóladagur í Evrópu kominn á enda. Lögðum af stað um kl 7:30 og vorum á ferðinni til kl 18:00. Héldum áfram suður hásléttuna í hefðbundnu veðri, skýjað með lítilsháttar rigningu, sólskini og roki. 
Þegar við komum niður af hásléttunni tókum við stefnuna á Gíbraltar og vorum komnir þangað um kl tvö. Fórum inn í breska heimsveldið og skoðuðum allt svæðið. Fórum hringinn í kringum klettinn og hjóluðum líka eftir göngum sem liggja inni í klettinum. Þetta var einn af hápunktum ferðarinnar hingað til. Eftir Gíbraltar voru hjólaðir síðustu 50 km til Tarifa. 
Tilfinnigin sem helltust yfir okkur þegar þangað kom er bara lík þeirri sem var þegar við komum til Nordkapp, alveg tvístök. Við vorum komnir á syðsta odda Evrópu á mótorhjólunum sem við lögðum af stað að heiman frá okkur. 
Eftir Tarifa skildu leiðir og Jóhannes "járnrass" lagði af stað beint til Álaborgar en þangað ætlar hann að vera kominn á laugardagskvöld. Við Sverrir fundum hótel í um 50 km fjarlægð frá Tarifa og erum að slappa af í fyrsta sinn frá því á laugardaginn. 
Við ætlum að sofa út á morgun og færa okkur eitthvað austur með strönd miðjarðarhafsins. 
 
Image
Feðgar í heimsókn í breska heimsveldinu Gíbraltar
 
Image
Komnir á syðsta odda Evrópu með Afríku í baksýn
 
Image
Ferðafélagarnir komnir á áfangastað
 
Image 
Sjáið, búinn að fara á bæði nyrsta og syðsta. 
Last Updated ( Wednesday, 15 May 2013 )