12. maí 2013
Sunday, 12 May 2013
Jæja, langur dagur að kveldi kominn. Við hjóluðum á níunda hundrað kílómetra í dag og vorum á ferðinni í næstum 13 tíma. Komum við hjá Erik Vogt framleiðanda Track diesel hjólsins í Valkenburg í Hollandi. Erik yfirfór hjólið mitt og útskrifaði það með ágætis einkunn. 
Veðrið hélt áfram að vera með sýnishorn af sólskini og blíðu annarsvegar og roki og rigningu hinsvegar. Ætlum til Biarrits, þar sem Jói hefur aðsetur, á morgun og gista heima hjá honum. 
 
Image
Dæmigert stopp í ferðinni. Bensínstöðvarnar allar eins nema fjögur mismunandi tungumál í dag.
 
Image
Ég og Erik Vogt Travk "pabbi" á verkstæðinu hans í Valkenburg
 
Image 
Frábær "frönsk" máltíð á ameríska staðnum Buffalo Grill, með "Frakkanum" í hópnum 
Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )