9. Januar 2015
Saturday, 10 January 2015
Við náðum því!
 
Í dag komumst við til Ushuaia og kláruðum að hjóla PanAmerican hraðbrautina frá Deadhorse í Prudhoe Bay í Alaska til Ushuaia í Tiera Del Fuego í Argentínu.
 
Verkefnið að hjóla niður PanAmerica hraðbrautina var tekið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn var tekinn árið 2007 þegar við fórum frá Fairbanks í Alaska til Los Angeles í Californiu. Annar áfanginn var í ágúst 2014 þegar við fórum frá Fairbanks til Prudhoe Bay. Og svo þriðji áfanginn var að fara frá LA til Ushuaia á tímabilinu desember 2014 - janúar 2015.
 
Á næstu dögum þegar ég verð komin í betra netsamband og 'sálin' er búin að ná mér mun ég setja inn myndir frá Patagoníu, Chile og Argentínu.
Ég vildi óska að þú gætir upplifað þessa tilfiningu, en!!! það er eingöngu hægt með því að fara ferðina.
 
Bestu kveðjur frá Ushuaia 
 
 
We made it. 

Today we reached Ushuaia and finished riding the PanAmerican highway from Deadhorse in Prudhoe Bay, Alaska, to Ushuaia, Tiera Del Fuego, Argentina.

The PanAmerica highway project was in three parts. The first one in 2007 riding from Fairbanks, Alaska to Los Angeles, California. The second part in August 2014, riding from Fairbanks to Prudhoe Bay. And the third part riding from LA to Ushuaia in December 2014 and January 2015.

In the coming days when I am in better internet connection and when the "soul" is catching up, I will post pictures from Patagonia Chile and Argentina.
I wish you could experience the feeling, but !!! it can only be experienced by living it.

Best regards from Ushuaia