Kringum heiminn
1. ágúst - Springfield Missouri PDF Print
Wednesday, 01 August 2007

Eru komnir til Springfield Missouri og hjóluðu um 470 km. í dag.

Hringdu í Önnu frænku sína sem býr í Tulsa og var hún þá nýkomin heim úr ferðalagi. Þeir kíktu í

heimsókn og urðu fagnaðarfundir. Var spjallað í smástund en svo urðu þeir að halda áfram ferðinni. 

Fylgdu route 66 eins og hægt var í hita og miklum raka.

 

 
31. júlí - Chandler Oklanoma PDF Print
Wednesday, 01 August 2007

Eru komnir til Chandler rétt fyrir utan Oklahoma og er núna 5 tíma munur.

Fengu sér steik í hádeginu á "The Big Texan" veitingastað. (www.bigtexan.com)

Sáu á leiðinni Cadilac Rance við Route 66.

Hitinn í dag er búinn að vera frá 24° - 35° C og fengu þeir hellidembur á leiðinni. Hjóluðu um 690 km.

Í dag eru liðnar 12 vikur og 1 dagur sem gera 85 daga og styttist óðum í heimkomu.

 

Sast uppfrt ( Wednesday, 01 August 2007 )
 
30. júlí - Tucumcari New Mexico PDF Print
Monday, 30 July 2007

Lögðu af stað um kl. 07.00 í morgun í 17° C hita og hjóluðu til kl. 16.00.

Komu við í Albuquerque og fengu sér að borða á "66 Diner",  sem er frá um 1940.

Héldu áfram hraðbrautina þar til að þeir komu að þar sem slys hafði orðið og þurftu að fara inn á Route

66 aftur.

Eru komnir til bæjar sem heitir Tucumcari í New Mexico og höfðu þeir þá lagt að baki um 560 km.

Nú er tímamismunurinn 6 klst. 

 
29. júlí - Gallup New Mexico PDF Print
Monday, 30 July 2007

Lögðu snemma af stað til Grand Canyon í 17° C hita og var alveg frábært að koma þangað.

Hjóluðu síðan áfram í austur eina 580 km. til Gallup í New Mexico.

Minni á bloggið hans Sverris og fullt af nýjum myndum, endilega kíkið á það. 

Sast uppfrt ( Monday, 30 July 2007 )
 
28. júlí - Williams Arizona PDF Print
Sunday, 29 July 2007

Eru komnir til Williams Arizona. Hjóluðu 400 km. í dag í 40° C hita. Þó lækkaði hitinn niður í 26° C

þegar þeir nálguðust regnsvæði.

Hjóluðu um 200 km. á Route 66 og gista núna á Route 66 Inn.

Á morgun fara þeir til Grand Canyon. Það er smá útúrdúr, en ekki hægt að sleppa því að fara þangað.

 

Sast uppfrt ( Monday, 30 July 2007 )
 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 10 - 18 af 95