Kringum heiminn
21. maí - Nizhniy Novgorod PDF Print
Monday, 21 May 2007

Vöknuðu kl. 8 í morgun en tóku svo eftir að klukkan í sjónvarpinu var 9 þannig að þeir eru komnir í enn eitt tímabilið svo nú er 4 tíma munur. Hitinn er um 30°C.

Hjóluðu í gegnum Nizhniy Novgorod án götukorts svo það gekk hálf brösulega að rata. Umferðin er mjög hröð svo það hjálpaði ekki til. Annars hefur landslagið verið hálf einsleitt, sléttlendi og skógar, en komnir í smá landslag í dag.

Verðið á gistingunni breytist hratt. Í fyrradag var það 3000 rúblur, gær 2400 en í dag 280 svo mikið var lagt á í byrjun!

Hjólin eru að standa sig mjög vel. Reyndar er Einars hjól búið að detta tvisvar, en sem betur fer þá skemmdist ekkert.

Hjóluðu um 460 km. í dag. Í nótt gista þeir á vega móteli sem þeir héldu í fyrstu að væri bara rústir en svo gekk maður út úr húsinu þannig að þeir ákváðu að kanna málið (kannski þess vegna sem gistingin er ekki dýrari). Flugurnar eru farnar að sækja í Einar og taldi hann um 20 bit eftir daginn.  Annars kátir og allt gengur mjög vel. 

 
20. maí - Í nágrenni Moskvu PDF Print
Sunday, 20 May 2007

Í gær fóru þeir inn í Rússland í gegnum Lettland. Mikil bið var þar og voru þeir ósköp þreyttir á því. En öll pappírsmál gengu mjög vel, allt pottþétt svo það var mikill léttir. Þeir sváfu mjög vel, heila 9 klst. og vöknuðu hressir og endurnærðir.

Í dag héldu þeir í áttina að Moskvu. Hjóluðu 620 km. í sól og blíðu og 25°C hita, alveg að bráðna í gallanum. Það voru langir vegakaflar þar sem enga byggð var að sjá, en þegar þeir nálguðust Moskvu breyttist það og allt varð nýtískulegra, eins og í stórborg í Ameríku sögðu þeir. Þeir fóru ekki inn í Moskvu sjálfa, aðeins í útjaðar. Það tók þá um 2 klst. að finna gististað "Rock Turuua Tepem". Þar snæddu þeir mjög gott kartöflusalat en miður gott grilldót (eins og þeir orðuðu það).

Flugan er aðeins farin að sækja í sig veðrið og Einar kominn með tvö bit, svo það þarf víst að fara taka upp eitur kittið og bera á sig.

En þeir voru ánægðir með hvað allt gekk vel í dag.

 
19. maí - Rússland PDF Print
Saturday, 19 May 2007

Í dag lögðu þeir af stað í rigningu áleiðis að Rússnesku landamærunum. Svo létti til og sólin fór að skína. Þegar þeir komu að rússnesku landamærunum þurftu þeir að bíða í 4 klst. áður en þeim var hleypt inn. Já, þeir eru komnir inn í Rússland.

Hjóluðu rúmlega 300 km. Gista á hóteli í nótt. Þegar þeir borguðu fyrir gistinguna fengu þeir það á tilfinninguna að þeir væru látnir borga mun meira en gjaldskráin segir til um, en það var auðvitað fyrirséð.

En gott hljóð í þeim og þeir kátir með að vera komnir inn í Rússland.

 

 
18. maí - Lettland PDF Print
Friday, 18 May 2007

Í dag fóru þeir að landamærum Hvíta-Rússlands. Allt gekk vel í fyrstu tveimur hliðunum en þegar komið var að þeim þriðju var allt lokað og læst. Þeir voru leiddir inn í eitthvert myrkraherbergi af hermönnum þar sem pappírar voru stimplaðir í bak og fyrir, en allt kom fyrir ekki og þeir urðu að snúa við.

Héldu til baka inn í Lettland og ætla þaðan inn í Rússland á morgun. Í dag er búið að vera steikjandi hiti 20°C og sól. Umferðin gekk mjög hægt í gegnum Vilnius. Að þeirra sögn er hún mjög sjúskuð og ljót. Þegar þeir voru komnir út í sveit hjóluðu þeir framhjá tveimur risastórum fangelsum og var það ekki fögur sjón.

Þeir höfðu farið í stórmarkað fyrr í dag til þess að byrgja sig upp af mat og vatni og bjuggust jafnvel við að þurfa gista í fyrsta sinn í tjaldi í ferðinni, en þá hjóla þeir framhjá húsi merkt Garden, héldu fyrst að þetta væri einhverskonar gróðrastöð, en kom þá í ljós að þetta var 4 stjörnu hótel og bókuðu þeir gistingu þar. Eru þeir einu gestirnir á staðnum. Hjólunum var komið fyrir inni á neðri svölum við hliðina á pool borðinu!

Hjóluðu í dag um 420 km.

Minni á bloggið hans Sverris.

 
17. maí - Litháen PDF Print
Thursday, 17 May 2007

Nú eru þeir staddir ca 60 km. inni í Litháen. 

Í dag var stífur akstur í gegnum Eistland, Lettland og inn í Litháen og voru þeir  að upplifa austrið meir og meir. Gamlar Volgur í bland við nýrri bíla. Þegar þeir keyrðu í Lettlandi fóru þeir sveitavegi til að fá smá tilbreytingu og á þeirri leið sáu þeir fullt af storkum á staurum.

Eru nú staddir á litlu gistihúsi (mundu ekki nafnið á því), þar sem sturtan er inni í miðri stofu og wc frammi á gangi. Á morgun er planið að fara til Vilnius og þaðan að landamærunum að Hvíta-Rússlandi og athuga hvort þeir komast þá leiðina. Ef ekki þá fara þeir til baka inn í Lettland og þaðan inn í Rússland.

Keyrðu 520 km. í dag og mælirinn á hjólinu hans Einars sýnir 4.499 km. Hann var búinn að keyra um 500 km. hérna heima þannig að 4.000 km eru að baki og ca. 28.000 km. eftir.

Sverrir er búinn að setja fleiri myndir inn á bloggsíðuna svo endilega kíkið þangað.

 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 82 - 90 af 95