Kringum heiminn
30. maí - Gangnamannakofinn PDF Print
Wednesday, 30 May 2007

Lögðu frekar seint af stað í morgun en þeir þurftu að komast í búð sem opnaði kl. 9.

Þegar þeir komu að landamærunum var allt rafmagnslaust þannig að þeir þurftu að fara aftur til baka um 50 km. í bæinn sem þeir höfðu gist í síðustu nótt til að fá meira bensín.

Það tók um 3 klst. að fara út úr Rússlandi og inn í Mongólíu. Það gekk allt saman vel, en öll pappírsmál taka tíma. Þeir hittu Bernard hinn Svissneska á landamærunum. Hann var þá að gefast upp, leist ekkert á þessa "malarvegi".

Landslag allt minnir mikið á Ísland. Þeim finnst þeir vera hjóla á Sprengisandi eða Kili. En það er kannski ekki svo skrítið því Mongólía er mikið eldfjallaland.

Hjóluðu 320 km. í dag þar af 220 í Mongólíu.

Þegar leið á daginn komu þeir að litlum bæ þar sem þeim var boðin gisting, en þáðu hana ekki, fannst þeir ekki öryggir með hjólin og dótið. Þannig að þeir hjóluðu svolítið lengra þangað til þeir komu að gangnamannakofa sem þeir ákváðu að sofa í í nótt.

Eru í 2185 m. hæð. Búast við að það taki þá 5 daga að komast til Úlan-Bator, höfuðborgar Mongólíu.

Ágætt gerfihnattarsamband og þeir kampakátir.

Sast uppfrt ( Wednesday, 30 May 2007 )
 
29. maí - Altai fjallgarðurinn PDF Print
Tuesday, 29 May 2007

Í morgun áður en þeir lögðu af stað færði maddaman á hótelinu  Einari súkkulaði í afmælisgjöf.

Byrjuðu í þokkalegu veðri og hjóluðu í áttina að Altai fjallgarðinum. Þetta var algjör draumur hjólamanna, beygjur og sveygjur og hólar og hæðir. Hjóluðu upp í skarð sem er í 1700 m hæð og síðan niður í 750 m. dalverpi, hækkuðu síðan aftur og ennþá meira upp á hásléttu í 1800 m.

Landamærin eru í 2100 m hæð eða álíka og Hvannadalshnjúkur. Þeir komust þangað alla leið í dag, en vegna þess að þar var enga gistingu að fá, þá fóru þeir einhverja 50 km. til baka til að fá gistingu sem er í óupphituðum kofa með útikamri. Alveg dásamlegt hús eins og þeir orðuðu það. Höfðu keypt sér brauðhleif, oststykki, pulsu bita og smá bjór sem var þeirra kvöldmatur í dag.

Veðrið í dag er búið að vera frekar hryssingslegt, 5 - 9°C og strekkingur (og skítkalt) eins og Sverrir sagði, en rosalega gaman að hjóla í þessu landslagi.

Á morgun ætla þeir inn í Mongólíu og hjóla þar um í nokkra daga til að skoða sig um áður en þeir halda til höfuðborgarinnar. 

Minni á bloggið hans Sverris í dag.

Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 )
 
28. maí - Biysh PDF Print
Monday, 28 May 2007

Hann á afmæli í dag - hann Einar - hann á afmæli í dag. Innilega til hamingjuCool

Það voru kátir bræður sem höfðu samband í dag í gegnum GSM símann. Höfðu farið í morgun og hjólað um Novosibirsk og fundið dekkjabúðina þar sem þeir fengu kubbadekkin sem þá vantaði fyrir Mongólíu ferðina.

Hjóluðu síðan um 360 km, og komu að litlum bæ sem heitir Biysh, gista þar á litlu sætu hóteli (eins og þeir orðuðu það).

Þegar þeir gengu þar inn þá var þar að byrja Rotary fundur og Sverri var boðið inn, en það var víst verið að bíða eftir einum gestinum. Fyrir fundinum fer ameríkani frá Anchorage í Alaska sem lét þá hafa nafnspjaldið sitt og tók af þeim loforð að hitta sig þegar þeir væru komnir þangað!  Svo þegar fundurinn var búinn þá var tekin mynd af öllum hópnum fyrir utan hótelið, og þeir fóru út líka til að taka myndir.  Þar var þá stödd fréttakona frá bæjar blaðinu sem tók við þá viðtal sem væntanlega birtist einhvern næstu daga!

Herbergið sem þeir fengu kalla þeir Ameríska herbergið, en þar er saga Bandaríkjanna upp á vegg ásamt discoljósi hangandi í loftinu. Einn gormurinn í dínunni hans Sverris kominn í gegn og botninn datt úr rúminu hans Einars þegar hann settist í það.

Annars fengu þeir þessa fínu rússasteik í kvöldmat.

Þeir eru komnir í samband við Þór Daníelsson sem vinnur fyrir rauða krossinn í Mongólíu og ætlar hann að vera þeim innan handar þar. Svo fékk Einar mail  frá þeirri japönsku sem hann var búinn að vera reyna ná í síðan í apríl um fluttning á hjólunum yfir til Alaska. Þannig að þeir voru í léttri uppsveiflu eins og þeir orðuðu það eftir daginn.

Þeir vonast til þess að verða komnir inn í Mongólíu á miðvikudag. Bestu kveðjur til allra heima!

Sast uppfrt ( Tuesday, 29 May 2007 )
 
27. maí - Novosíbírsk PDF Print
Sunday, 27 May 2007

Komnir til Novosíbírsk. Hjóluðu 330 km í dag. Gista á luxus hóteli þar sem sumir geta tjáð sig á ensku. Þetta er þriðja stærsta borg Rússlands með um 1,5 milljón íbúa, töluvert vestræn í útliti. Sjá ekki mikið af túristum.

Á morgun á að fara í dekkjaleiðangur og kaupa betri kort af Mongólíu.

Minni á bloggið hans Sverris í dag og myndir á "Myndir úr heimsferð".

 
26. maí - Við Kasakstan PDF Print
Saturday, 26 May 2007

Enn einn langur og strangur dagur. Byrjaði í skúrum og kulda 10 - 12°C. Komnir á sléttur V- Síberíu fyrir norðan Úralfjöll. Landslag mjög einsleitt. Hjóluðu tæpa 700 km.

Ætla til Nowosibrisk á morgun til að ná í framdekk fyrir báða og betri kort af Mongólíu.

Nú er 7 tíma munur.

Minni á bloggið hans Sverris í dag!

Sast uppfrt ( Sunday, 27 May 2007 )
 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 73 - 81 af 95