Kringum heiminn
17, júní - Khabarovsk PDF Print
Sunday, 17 June 2007

Hjóluðu rúma 300 km. í dag í 23°C hita, frekar léttur dagur. Þegar þeir komu að borginni Khabarovsk  fóru þeir einhvern hliðarveg og eftir smá spöl hittu þeir á lögguna.  Ákváðu að stoppa til að spyrja til vegar. Þeir skildu auðvitað ekkert mennirnir en svo komu þarna að hjón með eitt barn í bílnum og maðurinn Alexai kunni ca þrjú orð í ensku, þannig að það var hægt að gera honum skiljanlegt að þeir væru að leita að hóteli, hann hringdi í einhvern kunningja sem gat talað ensku sem Einar talaði við og sagði hvað málið væri, síðan fékk Alexai símann aftur, þannig var hægt að leysa vandamálið. Enn og aftur eltu þeir bílinn að aðal túrista hóteli bæjarins. Hjálpsemin í fyrirrúmi enn og aftur og þakkarvert.

Þeir fengu sér herbergi þar og sturtan var bæði heit og langþráð enda skítugir með eindæmum. Síðan var gallinn settur í bleyti í baðið og þar liggur hann nú.

Skruppu á beauty salon á hótelinu og settist Sverrir fyrst í stólinn og bað um að hárið yrði allt rakað af. Vesalings stúlkan spurði hvort hann væri alveg viss og já hann var alveg viss. Síðan var tekið til við að fjarlægja lubbann. Síðan settist Einar í stólinn og sagðist vilja vera alveg eins og átti aumingja stúlkan mjög bágt með sig. En skeggin fengu að halda sér. Sem sagt ný klipptir og fínir.

Eins og kom fram í viðtalinu hjá Hrafnhildi og Gesti Einari þá á mamma þeirra Ella afmæli í dag og hringdu þeir auðvitað til Parísar þar sem þau hjónakornin eru stödd ásamt Helgu og Frikka. Innilega til hamingju.

Það eru mjög góðar myndir frá Khabarovsk á Google Earth. M.a. ætluðu þeir niður á ströndina sem er rétt við hótelið þeirra og njóta kvöldsins.

Þjóðhátíðarkveðjur frá Rússlandi.

Sast uppfrt ( Monday, 18 June 2007 )
 
16. júní - Regngalla veður PDF Print
Saturday, 16 June 2007

Vöknuðu í þungbúnu veðri og klæddust regngallanum áður en lagt var af stað. Fundu aftur malbikaða veginn svo það var léttir. Og nú var brunað áfram eina 500 km. í dag.

Búnir að hjóla um 16.000 km. Fertugasti ferðadagurinn í dag.

Tjölduðu við hliðina á lestarteinunum svo það verður spurning hvernig svefn þeir fá í nótt, tjú tjú!

Kokkurinn var að hita núðlurnar en ætlaði að bragðbæta með smá kjötbita og osti, svo eru ólífur í forrétt, þannig að það væsir ekki um þá.

Minni á bloggið hans Sverris.

 
15, júní - Komnir niður á láglendið PDF Print
Friday, 15 June 2007

Í dag er 15 júní og hjóluðu þeir um 400 km. Fyrstu 300 km. voru á grófum malarvegi með miklu ryki, en síðan hjóluðu þeir inn á flottan malbikaðan veg með fínum götuljósum, en svo allt í einu birtust steipuklossar og vegurinn endaði. Hittu þá menn sem voru á rússa jeppa sem bentu þeim á að fara sveitarveg. Þar voru þeir komnir á svæði sem var akuryrkja og sléttur.

Nú er orðið hlýrra á nóttunni enda eru þeir í um 150 m. hæð, sem sagt komnir niður á láglendið.

Í gær þegar þeir fóru í Magasínið (matvörubúðina) að versla í matinn þá fylltist allt af fólki. Sverrir tók myndir og spjallaði á sinni íslensku við það. Svo þegar þeir voru að fara þá kom einn starfsmaður með mynd af starfsmönnum búðarinnar og bað þá um að árita hana. Þannig að þeir eru búnir að vera árita myndir hér og hvar.

Og svo í dag þegar þeir fóru í búðina þá var þar  ca. 12 ára stelpa sem talaði svona líka góða ensku og spurði þá hvaðan þeir væru og spjölluðu þeir við hana. Svo kom einn maður sem var aðeins búinn að fá sér í aðra tána af vodka, og bað þá um eiginhandaráritun!

Núna stendur mælirinn hjá Einari í 15.555 km. Hafa þeir hjólað ca. 402 km. á dag að meðaltali.

Dekkin koma vel út, hafa staðist vel þessa leið.

Svo á morgun þá er meiningin að reyna finna aftur leið inn á hraðbrautina til Vladivostok, en það eru um 1700 km eftir þangað.

Sast uppfrt ( Saturday, 16 June 2007 )
 
14. júní - Fimmtudagsviðtalið PDF Print
Thursday, 14 June 2007

Gott hljóð í þeim bræðrum í dag. Hjóluðu 380 km. á köflóttum vegi.

Fréttu af Svíanum, en hjólið hans bilaði og var hann á leiðinni til Vladivostok og þaðan áfram til Japan þar sem hann ætlar að láta gera við það.

Leiðindafluga er að trufla þá núna, líkist hrossaflugu en stingur, þannig að þeir eru búnir að maka á sig einhverju kremi sem keypt var í USA, og virkar vel.

Minni á viðtalið í morgunþætti Hrafnhildar og Gests Einars í morgun á Rás 2.

 
13. júní - Fiðrildin PDF Print
Wednesday, 13 June 2007

Hjóluðu um 340 km. í dag á afspyrnu leiðinlegum vegi sem er nýuppbyggður, hálf karaður og mjög grófur. Annars fínt veður, sól og blíða. Mikið skóglendi og var töluvert erfitt að finna tjaldstæði fyrir nóttina. Þurftu að hjóla í hálfgerðu feni þar sem Einar lagði hjólið eina ferðina enn, en þetta var nú enginn skellur bara rólegheitarbylta. Þeir enduðu einhverstaðar uppi í fjalli í malarnámu þar sem þeir ákváðu að tjalda. Búnir að kveikja upp í varðeldinum og Einar kominn í flugugallann s.s. hjólagallinn og vonandi láta þær hann í friði í kvöld.

Annars er mikill hitamunur milli dags og nætur. Á nóttunni hafa þeir haft hjólajakkana yfjir sér til að halda á sér hita.

Það var í fréttunum um daginn að mikið væri af maðki þarna í Síberíu og Rússarnir væru að eitra á fullu. Þeir sögðu að mikið hefði borið á fiðrildum svo það er spurning hvort ormatímabilið sé búið og fiðrildin komin í fullan skrúða og farin að fljúga um loftin blá. 

Í dag sáu þeir Svíann tilsýndar sitjandi inni í fluttningabíl og hjólið aftan á palli. Þeir gátu ekki talað við hann svo þeir vita ekki hvort eitthvað hefur bilað eða hvort hann hefur gefist upp á þessari leið og hefur húkkað sér far yfir áleiðis til Vladivostok. Það verður gaman að fá fréttir af því. En þangað til kveðjur úr malarnámunni.

 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 55 - 63 af 95