Kringum heiminn
5. júlí - Anchorage Alaska PDF Print
Thursday, 05 July 2007

Lentir í Alaska eftir um þriggja tíma flug frá Seattle og komnir á hótel.

Sverrir var í viðtalinu á Rás 2 rúmlega 8 í morgun en þá var klukkan rétt yfir 12 á miðnætti þannig að þeir eru núna 8 klst. á eftir okkur.

Morgundagurinn (dagurinn í dag) fer í það að finna hjólin og taka þau úr tollinum og gera klár fyrir næsta áfanga og vonast þeir til þess að geta lagt af stað á morgun föstudag.

 

 
4. júlí - Seattle PDF Print
Wednesday, 04 July 2007

Létu vita af sér þegar þeir millilentu í Seattle. Þar var rúmlega þriggja tíma bið áður en þeir lögðu af stað til Anchorage í Alaska, eða um klukkan 21.00 að okkar tíma.

Sverrir farinn að tala sína Flórídensku og þeir kampakátir eftir mjög svo stífa daga í Japan.

Eins og Sverrir sagði í gær þá fara þeir yfir dagsmörkin þannig að þeir eiga að lenda í Alaska á nánast sama tíma og þeir lögðu af stað á frá Tókíó, eða um klukkan 17.00 þann 4. júlí!

Það er stór áfangi sem þeir eru búnir með, og það verður gaman að fylgjast með þeim þegar þeir fara Alaska, Kanada og Bandaríkin. 

 

Sast uppfrt ( Wednesday, 04 July 2007 )
 
3. júlí - næst síðasti dagurinn í Japan PDF Print
Tuesday, 03 July 2007

Gekk mikið á í dag að ganga frá öllu í sambandi við flutninginn á hjólunum til Alaska og er skemmtileg lesning um allt saman á blogginu hans Sverris sem hægt er að komast inná hér á síðunni undir SVERRIRT BLOG

 

 
2. júlí - Hótel Wasington PDF Print
Monday, 02 July 2007

Eru búnir að skila íbúðinni af sér og kveðja Antony Hardy.

Dagurinn í dag hefur farið í að ganga frá flutningsmálum bæði fyrir hjólin og þá. Eru þeir búnir að afhenda flutningsmiðlara hjólin og eiga þeir pantað far til Anchorage í Alaska á miðvikudaginn. Allt kostar þetta sitt, en það var svo sem vitað áður en þeir lögðu af stað.

Eru nú staddir á Narita flugvellinum fyrir utan Tókíó á hóteli sem heitir Wasington. Þar upplifðu þeir að geta horft á bandaríska mynd í sjónvarpinu með ensku tali og var það sérstök upplifun. Ótrúlegt hversu litlir hlutir geta skipt máli.

Á morgun verður klárað að ganga frá pappírsmálum og svo er flugið klukkan 17.00 þann 4. júlí. Þetta er um 16 tíma ferðalag og fara þeir milli daga, þannig að reiknuð lending er sama tíma og dag og þeir lögðu af stað. 

Sast uppfrt ( Monday, 02 July 2007 )
 
1. júlí - Helgarferðin PDF Print
Sunday, 01 July 2007

Búin að vera frábær helgi með Cajun mönnum. Hjólað um mjög skemmtilegt svæði, upp í fjöllin milli vatna, algjör draumur hjólamannsins.

Svo þegar þeir komu til Tókíó þá fór Antony með þeim um hraðbrautina sem er á mörgum hæðum, mjög sérkennilegt að hjóla þar um.

Hjóluðu 554 km. í dag í 20° C hita. Eru núna komnir aftur í íbúðina sem þeir fengu lánaða.

Ætla með lestinni á morgun niður í bæ og verður spennandi að vita hvernig ferðahögunin verður næstu dagana. Vonandi gengur það allt saman vel. 

 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 37 - 45 af 95