Kringum heiminn
14. júlí - Bellingham PDF Print
Saturday, 14 July 2007

Hjóluðu um 750 km. til Bellingham. Var haft samband við þá og þeim boðið á Íslendingadag í dag laugardag í Bellingham, og ætla þeir að staldra þar við og sýna sig og sjá aðra, eins og sagt er.

Hitinn þolanlegur þegar þeir lögðu af stað í gær en komst upp í 34° C sem er ansi mikið, þannig að þeir ætla að athuga á morgun hvort þeir fá ekki annan fatnað til þess að hjóla í. 

Tók um tvær klukkustundir að komast í gegnum landamærin inn til USA og er skemmtileg lesning af því á blogginu hans Sverris. Endilega kíkið á það. 

 
13. júlí - Prince George PDF Print
Friday, 13 July 2007

Hjóluðu 480 km. í steikjandi hita, 34° C.

Stefna á Vancouver.

Allt gengur mjög vel og bestu kveðjur. 

 
12. júlí - Fort St. John PDF Print
Thursday, 12 July 2007

Voru í viðgerðum fram undir hádegi en þeir skiptu um keðjur á báðum hjólum og settu einnig ný dekk undir. Tóku kubbadekkin sem voru búin að gera sitt.

Hjóluðu síðan eitthvað um 380 km. til Fort St. John.

Hitinn farinn að hækka, voru í 25 - 28° C og hann fer hækkandi sem sunnar dregur.

Þurfa að fara athuga með annan fatnað til þess að hjóla í, en gallinn er allt of heitur í svona miklum hita. 

Minni á viðtalið við Sverri í morgun á Rás 2. Einnig bloggið hans Sverris og það eru fleiri myndir komnar inn.

Sast uppfrt ( Friday, 13 July 2007 )
 
11. júlí - Fort Nelson PDF Print
Wednesday, 11 July 2007

Hjóluðu í frábæru landslagi eina 530 km. til Fort Nelson, 18-20° C háskýjað og þurrt.

Keðjan fór í sundur hjá Sverri, en gátu reddað málinu. Ætla að athuga hvort þeir fá ekki nýja þarna áður en þeir halda áfram. 

 

 
10. júlí - Watson Lake PDF Print
Tuesday, 10 July 2007

Hjóluðu um 470 km. í gær til Watson Lake Yukon í Kanada í frábæru veðri.

Keyptu dekk en kubbadekkin voru nánast búin. Svo fékk Sverrir sólgleraugu en hin voru víst löngu úr sér gengin.

Hjóla eftir Alaska Highway sem er víst mjög frægur. Liggur töluvert austur en síðan fara þeir að færa sig nær ströndinni.

Endilega lesið  bloggið hans Sverris og kíkið á myndirnar sem hann er búinn að setja inn. 

Sast uppfrt ( Tuesday, 10 July 2007 )
 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 28 - 36 af 95