Kringum heiminn
24. júlí - Ridgecrest PDF Print
Wednesday, 25 July 2007

Dossi og  Skúli náðu í hjólin í morgun. Einar og Sverrir fóru í að skipta um síur og olíur á hjólunum sínum og gera þau klár fyrir ferðina. Svo um hádegisbilið var lagt af stað.

Hjóluðu um 300 km. til lítils bæjar sem heitir Ridgecrest og er svolítið norðar en þeir voru og í eyðimörkinni. Hitinn er búinn að vera um 35 - 40° C í dag, semsagt dáldið heitt en þeir bera sig vel.

Leiðin minnti mikið á Mongólíu nema nú var ekið á malbiki ekki malarvegi.

Á morgun fara þeir Death Valley sem liggur mest  86 metra fyrir neðan sjávarmál svo það er hægt að búast við miklum hita þar. Og áfram halda þeir  til Las Vegas! 

Sast uppfrt ( Saturday, 28 July 2007 )
 
23. júlí - Santa Monica PDF Print
Monday, 23 July 2007

Dossi og Skúli eru komnir til þeirra í Santa Monica og var verið að snæða ekta amerískan morgunverð þegar þeir hringdu.

Höfðu skroppið aðeins á hjólunum í gær á stað sem hjólamenn hittast að venju á sunnudögum og kom þá ekki hjólandi á sínum gljáfægða fák enginn annar en Jay Leno. Auðvitað var aðeins spjallað og teknar myndir af þeim með honum. Þetta var skemmtileg upplifun og gaman þegar svona hlutir gerast.

Svo seinna í dag þá ætla þeir að fá að kíkja í kvikmyndaverið þar sem verið er að taka upp CSI-Miami en Egill Örn Egilsson, eða Eagle eins og hann er víst stundum kallaður, sem er kvikmyndatökumaður og vinnur við þættina hefur verið þeim innan handar þarna, tók m.a. á móti Skúla og Dossa á flugvellinum og ætlar að fara með þeim og sýna öll herlegheitin í Hollywood. 

Og svo hefur heyrst að Steinunn Ólína hafi hug á að taka við þá viðtal áður en lagt verður af stað á morgun. 

Spennandi hlutir að gerast en styttist óðfluga í heimkomu, og er fjölskyldan farin að hlakka til. 

Sast uppfrt ( Thursday, 26 July 2007 )
 
22. júlí - Santa Monica PDF Print
Sunday, 22 July 2007

Eru komnir til Los Angeles, eru í Santa Monica á móteli rétt við ströndina.  

Það var töluvert heitt á leiðinni í gær, og fór hitinn upp í 40° C. 

Verða þarna í nokkra daga eða þangað til á þriðjudag en þá eiga Dossi og Skúli að fá hjólin og þá verður tekið til við síðasta legg leiðarinnar, eða yfir til austurstrandarinnar. 

Minni á bloggið hans Sverris í dag.  

 

Sast uppfrt ( Sunday, 22 July 2007 )
 
21. júlí - San Simeon PDF Print
Saturday, 21 July 2007

Áttu frábæran dag í gær en þá fóru þeir og kíktu á Moto GP. Ævintýralega hraðskreið mótorhjól og gaman að fylgjast með. 

Einar búinn að endurnýja hjálminn og eins og er fær sá gamli að fylgja honum. 

Hjóluðu síðan um 250 km. í um 25°C hita áfram suður til smá bæjar sem heitir San Simeon og gistu þar.

Næsti leggur er til Los Angeles þar sem þeir munu hitta pabba sinn og Skúla.

Ætla að taka veg nr. 58 og síðan nr. 5 niðureftir.

 

 

 

 
20. júlí - Monterey PDF Print
Friday, 20 July 2007

Hjóluðu stutt í gær um 250 km. Alveg snilld að horfa á Golden Gate brúna og allt þar um kring, eins og að vera inni í mynd.

Hjóluðu eftir ströndinni til Monterey. Voru að furða sig á því hve mörg mótorhjól fóru í sömu átt og þeir. Kom þá í ljós að það er eitt stærsta mótorhjólamót í Ameríku  svokallað MotoGP sem verður haldið í Monterey um helgina. Áætlað er að um 50 þ manns komi á það og eru þeir að hugsa um að kíkja á tímatökuna á morgun.

Nú styttist í að Dossi og Skúli hitti þá í Los Angeles. 

 Minni á bloggið hans Sverris og nýjar myndir þar inni.

 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 19 - 27 af 95