Trips
22. Desember 2014 PDF Print
Tuesday, 23 December 2014
Við erum núna búnir að hjóla í 3 daga í Kólumbíu og vorum að þvera landamærin inn í Ecuador í dag.
Það er búið að vera yndislegt að hjóla í Kólumbíu og ég er heillaður af landslaginu og útsýninu. Það hefur breyst úr flatlendi í norðri yfir í fjöll og sléttur í miðju landi og í suðri. Vegurinn hlykkjast um með beygjur og svo beina kafla og hæðin hefur farið úr 400 m upp í rúma 3.000 m. Ég upplifði sömu tilfinningu og í Guatemala, paradís mótorhjólamannsins.
 
Fólkið í Kólumbíu er vinalegt og hjálpsamt, jafnvel í garð útlendinga sem tala ekki tungumálið.
 
Í Kólumbíu náðum við 8.000 km markinu og mótorhjólin eru enn í góðu lagi. Það eina sem hefur komið uppá hinga til er sprungið dekk á mínu hjóli. Mér tókst að ná mér í nagla einhversstaðar á veginum. Sem betur fer sprakk á góðum stað og við vorum að hjóla rólega. Dekkið kostaði okkur ekki nema hálftíma töf.
 
Við hlökkum til að sjá meira af Ecuador á næstu dögum. Planið er að taka okkur frí þann 24. til að geta eytt smá tíma með fjölskyldunum í gegnum Skype / FaceTime um kvöldið að íslenskum tíma. Það er líka gott að fá smá hvíld þar sem við erum farnir að finna fyrir smá ferðaþreytu. 
 
We have now been travelling in Colombia for three days and just crossed the border into Ecuador today.
Riding in Colombia has been a joy and I am fascinated by the landscape and scenery. It varies between flatland in the north to mountains and plateaus in the center and south. The road is curly, twisty, straight with altitude variations between 400 m to over 3000 m. I got the same feeling as in Guatemala, a motorcyclists paradise.

The people of Colombia are friendly and helpful, even to strangers who don't speek their language.

In Colombia we passed the 8000 km milestone and the motorcycles are still in good condition. The only issue we have had until now is a flat tire on my motorcycle. I have managed to pick up a nail somewhere on the road. Luckily I got the flat in a good place and riding slowly. The flat tire only cost us half an hour in delay.

We are looking forward to see more of Ecuador in the coming days. We plan to take a day of from riding on the 24th to be able to join our families on Skype/FaceTime in the evening Iceland time. It's also good to get a little rest as we are staring to feel the road weariness.
Last Updated ( Tuesday, 23 December 2014 )
 
22. Desember 2014 PDF Print
Tuesday, 23 December 2014

Last Updated ( Tuesday, 23 December 2014 )
 
19. Desember 2014 PDF Print
Friday, 19 December 2014
Síðustu 7 daga höfum við þverað 7 landamæli með allri þeirri bið og veseni sem fylgir. Að fara milli Panama til Kólumbíu hefur verið það erfiðasta hingað til. Heildartíminn sem fór í að yfirgefa Panama og komast inn í Kólumbíu var nærri 9 klst. Við fórum samferða öðru mótorhjólafólki með ferjunni og vorum samferða áfram í að þvera landamærin og í biðinni. Við erum því búnir að eignast ágætis vini og erum nú á hóteli í Kólumbíu og höldum áfram til Ecuador á morgun.
 
In the last seven days we have been crossing seven borders with all the waiting and hassle during the crossings. The crossing from Panama to Colombia has been the the most difficult one until now. The total time spent leaving Panama and entering Columbia has been close to nine hours. We were travelling together with some fellow motorcyclists in the ferry and joined them crossing the borders and all the waiting. We made good friends and are now at a hotel in Colombia and continuing towards Ecuador tomorrow.

Last Updated ( Friday, 19 December 2014 )
 
18. Desember 2014 PDF Print
Friday, 19 December 2014
Það er ekki búið að vera gott WiFi samband undanfarna daga og þess vegna hef ég ekkert skrifað.
 
Þónokkrir góðir hlutir hafa gerst undafarna daga. Costa Rica er gullfalleg og annan daginn í Costa Rica byrjuðum við á ströndinni með hjólin. Vegalengdin að landamærum Panama var um 260 km og við tók enn ein þverun landamæra. Það tók okkur nærri 3 klst að komast inn í Panama og fullt af bið.
Við byrjuðum að hjóla í áttina að Panama borg en fórum svo að litlum bæ nálægt landamærunum þar sem við vorum ekki vissir hvaðan ferjan frá Panama til Kólumbíu færi. Þessi ákvörðun var ein af mörgum góðum ákvörðunum sem við höfum tekið á ferðinni. Rétt eftir að við höfðum fundið okkur hótel og komið okkur fyrir kom þrumuveður með rosa mikilli rigningu. Ég er mjög ánægður með að við héldum ekki áfram og enduðum einhversstaðar útí rassgati í þessu veðri.
 
Eitt af fáum áhyggjuefnum við undirbúning ferðarinnar var hvernig við ættum að komast yfir Darien bilið. Darien bilið er svæði um 100 km á lengd milli Panama og Kólumbíu þar sem engir vegir eru. Aðrir ferðamenn hafa nýtt sér ferðir með flutningagáma, flugfragt eða litla seglbáta til að komast þarna á milli en við erum mjög heppnir þar sem ferjan FerryExpress hóf ferðir fyrir nokkrum mánuðum síðan. Við vorum ekki búnir að panta okkur far með ferjunni en tókst með mörgum símtölum og tölvupóstum að fá miða með ferjunni sem fór á miðvikudeginum 17. kl 1900. Ef okkur hefði ekki tekist þetta hefðum við þurft að bíða í viku eftir plássi. Við lögðum snemma af stað, kl tíu mínutur í fimm um morguninn og vorum komnir á hádegi í Colon Panama til að hefja pappírsvinnuna sem fylgir landamæra þverunum. Loksins eftir meira en 5 klst vorum við tilbúnir að fara um borð í ferjuna.
 
I have not been in good WiFi connection the last days that's the reason for no postings.

There are several high lights during the last days. Costa Rica is beautiful and the second day of Costa Rica we started on the beach with the bikes. The ride to the borders of Panama was about 260 km and then one more border crossing. Crossing the borders into Panama took almost three hours with lots of waiting. 
We started riding towards Panama City but returned to a small town close to the borders because we were not sure where the ferry from Panama to Columbia was sailing from. This decision about returning was one of the many good decisions we are making on the journey. Just moments after we had found a hotel and settled in, a thunderstorm with heavy, heavy rain came over the area. I am really happy we did not continue and ended up somewhere in the middle of nowhere when that happened.

One of our few concerns in planning the journey was how to cross the Darien gap. The Darien gap is an area approx. 100 km long between Panama and Colombia with no road connection. Overlanders have used container traffic, airfreight or small sail-boats to cross the gap but we were the lucky ones as a ferry called FerryExpress started sailing only few months ago. We had not made a reservation for the ferry but managed with many phone calls and e-mails to get tickets with the ferry leaving Wednesday 17that 19:00. If we had not managed we would have to wait for a week for the available space. We started early, at ten to five pm, and arrived at noon in Colon Panama to start the paperwork related to the border crossing. Finally after more than 5 hours we were ready to board the ferry.

Last Updated ( Friday, 19 December 2014 )
 
15. Desember 2014 PDF Print
Tuesday, 16 December 2014
Síðustu tveir dagar hafa einkennst af landamæra þverunum. Í gær fórum við yfir landamærin milli Honduras og Nicaragua. Það tók bara einn og hálfan tíma, líklega vegna þess að við vorum þar snemma á sunnudagsmorgni. Mesta breytingin frá því að vera í Honduras var að í stað Tuk Tuk leigubílanna voru þríhjól knúin af mannafli leigubílarnir. Það eru margir nýjir vegir í góðu ástandi sem bendir til að landið er að þróast í rétta átt.
Við gistum í litlum bæ sem heitir Rivas, nálægt landamærum Costa Rica. Áður en við fórum snemma að sofa fórum við í kirkju og hlustuðum á tónlist og athöfn.
Að fara yfir landamærin inn til Costa Rica var vandræðalaust en tók hér um bil þrjá tíma. Þolinmæði er dyggð þegar verið er að eiga við landamæraverði. Við erum hér um bil hálfnaðir í gegnum Costa Rica og gistum í smá strandbæ sem heitir Jaco.
Hjóladagurinn í dag var fullur áskoranna, hitastigið nálægt 40°C og mikil umferð. En á sama tíma er útsýnið yfir ströndina við Kyrrahafið ofboðslega fallegt.
Á morgun ætlum við til Panama. Planið er að fara og sjá skurðinn og finna út úr því hvernig við förum yfir Darien bilið. Eins og einhverjir kunna að vita þá er enginn vegur milli Panama og Kólumbíu og svæðið á milli landanna er kalla Darien bilið. Þetta hefur verið áskorun fyrir þá sem ætla þarna á milli. 
 
The last two days have been dominated by border crossings. Yesterday we crossed the borders between Honduras and Nicaragua. It took only 1.5 hours probably because of being there early Sunday morning. The biggest change from Honduras was that instead of "tuk tuk" as being taxis, tricycles driven by manpower was the norm. There are many new roads in excellent condition indicating that that country is developing in the right direction. 
We stayed in a small town called Rivas close to the Costa Rica borders. Before going early to bed we visited a Church and listened to music and ceremony.
The border crossing into Costa Rica was problem free but took almost three hours. Patience is a virtue dealing with border officials. We are approx. halfway through Costa Rica and are staying in a small beach town called Jaco.
Today's ride was a challenge in endurance with temperature in the high thirties and heavy traffic. On the other hand the scenery on the Pacific Ocean coast is beautiful.
Tomorrow we plan to enter Panama. We are planning to go and see the canal and figure out how to cross the Darien gap. As some might know there is no road between Panama and Columbia and the are between the countries is called the Darien gap. This has been a challenge for Overlanders.

Last Updated ( Tuesday, 16 December 2014 )
 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Results 10 - 18 of 179