Kringum heiminn
10. ágúst - Keflavík - Reykjavík - MótorMax PDF Print
Tuesday, 14 August 2007

Þeir bræður lentu klukkan 06.55 í Keflavík og urðu fagnaðarfundir.  Þar voru mætt fjölskyldur, vinir og kunningjar til að taka á móti þeim. Þar var líka Hrafnhildur Halldórsdóttir frá Rás 2 sem tók viðtal við þá bræður, Dossa (pabba þeirra) og einnig eiginkonur þeirra.

En ferðin var ekki búin því síðasti leggurinn til Reykjavíkur var eftir, svo þeim var ekki til setunnar boðið og drifu þeir sig að leysa út hjólin úr tollinum og síðan var hjólað sem leið lá upp í MótorMax þar sem ferðin hófst. Með þeim hjóluðu um 30 mótorhjólamenn og konur og var skemmtilegt að fylgjast með allri röðinni hlykkjast eftir Keflavíkurveginum.

Þeim var ákaft fagnað þegar þeir luku ferðinni og var eigandi og forráðamenn MótorMax ásamt fjölda fólks mætt til að taka á móti þeim. Boðið var upp á þessa líka flottu tertu sem var táknræn fyrir ferðina en hún sýndi heiminn og þá leið sem þeir höfðu farið.

Hringferðinni í kringum hnöttin er lokið. Alls tók ferðin 95 daga. Þeir bræður Sverrir og Einar koma eflaust til með að miðla af sinni reynslu og hvetja alla þá sem eiga með sér draum að láta hann rætast.

Innilega til hamingju!

Sast uppfrt ( Wednesday, 15 August 2007 )
 
9. ágúst - New York PDF Print
Thursday, 09 August 2007

Þá er það síðasti dagurinn í New York.

Eins og venja er þá þarf að tékka út af hótelum fyrir klukkan 12. Þegar heyrðist frá þeim voru þeir að klára að pakka niður og svo var bið þangað til farið var út á flugvöll.

Flugið er  klukkan hálf níu í kvöld.

Allir heima eru orðnir spenntir að hitta hringfarana sína. 

 
8. ágúst - New York PDF Print
Thursday, 09 August 2007

Og enn einn dagurinn í New York. Í morgun gerði úrhelli þannig að umferð bæði bíla og lesta fór úr skorðum. En svo stytti upp og þá komst allt í samt lag aftur.

Einar skemmti sér mjög vel á Greese í gær, sat á þriðja fremsta bekk og naut sýningarinnar vel, enda frábær tónlist og góðir söngvarar.

Í kvöld ætla þau öll að borða saman en Dossi og Ella eiga brúðkaupsafmæli í dag. Innilega til hamingju!

Svo á morgun er flugið heim, og á að fara í loftið um klukkan 21.00 annað kvöld.

 

 
7. ágúst - New York PDF Print
Wednesday, 08 August 2007

Í dag hefur líðanin verið hálf skrítin. Hjólin farin í fraktina og þeir bara að bíða eftir að komast heim.

New York er skemmtileg borg og margt að skoða og auðvitað þarf líka að kíkja í einstaka verslun eins og

tilheyrir. Það er hitabylgja þarna núna og fer hitinn í um 35° C á daginn.

Einar skellti sér á Greese í kvöld á Broadway.

 

 
6. ágúst - New York PDF Print
Monday, 06 August 2007

Loksins, loksins komnir til New York. Hjóluðu á Manhattan áður en þeir skiluðu hjólunum í flugið.

Komnir á hótel, og þá tekur við bið þangað til á fimmtudag þegar þeir fara í flugið heim til Íslands.

Skrítin tilfinning að geta ekki hjólað meira í USA og bara eftir að hjóla frá Keflavík og til Reykjavíkur.

En frábært hvað þetta gekk allt saman vel og það verður gaman að taka á móti þeim í Keflavík á

föstudagsmorgun.  

 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 1 - 9 af 95